top of page

Skjálftinn

Skjálftinn er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Skjálftinn er litli bróðir Skrekks, hæfileikakeppninnar sem haldinn hefur verið fyrir ungmenni í grunnskólum Reykjavíkurborgar í meira en 30 ár! Sunnlendingum þótti kominn tími til að fleiri ungmenni fengu þetta frábæra tækifæri sem felst í því að taka þátt í Skrekk og bjuggu því til Skjálftann í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Skjálftinn var haldinn í fyrsta sinn 15. maí 2021 og að þá var grunnskólum í Árnessýslu, 10 samtals, boðin þátttaka en draumurinn var alltaf að allir skólar á Suðurlandi taki þátt og sá draumur rættist árið 2023.  

Framkvæmdastjóri Skjálftans er Ása Berglind Hjálmarsdóttir.  Skjálftinn er alfarið háður styrkjum og þátttökugjaldi skólanna svo hann standi undir sér. Skjálftinnn er samfélagslegt verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi, búinn til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á samfélag og menntun ungmenna. Skjálftinn er ekki hagnaðardrifinn. Reksturinn gengur út á það að allir sem að honum koma fái greitt fyrir sína vinnu og hægt sé að greiða allan kostnað.

Það er einlæg von Skjálftans og Skrekks að fleiri hæfileikakeppnir byggðar á Skrekk spretti upp víðar um landið og inn á þessari síðu má nálgast leiðbeiningar um það hvernig hægt er að innleiða samskonar verkefni. Árið 2022 varð Fiðringurinn á Norðurlandi til þar sem norðlensk ungmenni fá að njóta sín. 

Um Skjálftann
Skjálfta skjöl

Skjálfta-skjöl

Hér eru hagnýtar upplýsingar fyrir Skjálftahópana. Ef þú ert að leita að svörum sem þú finnur ekki hérna þá skaltu senda tölvupóst á sudurlands.skjalftinn@gmail.com eða í gegnum samfélagsmiðlana instagram og facebook. 

​Ýttu á myndirnar hér fyrir neðan, á bakvið þær eru skjöl sem opnast með frekari upplýsingum um það sem varðar þann lið.

Neðar á síðunni er að finna algengar spurningar og svör við þeim. 

Algengar spurningar
 • Hvað mega vera margir í hverju liði?
  Hvert lið sem kemur fram á Skjálftanum má vera 35 einstaklingar, inn í þeirri tölu er hljóðmaður, ljósamaður og sviðsmaður. Það geta að sjálfsögðu fleiri tekið þátt í að undirbúa atriðið, eins og sviðsmynd, taka myndir, hár, förðun og fleira og fleira. En sem beinir þátttakendur í atriðinu er viðmiðið 35 manns.
 • Fá liðin tíma til að renna yfir atriðið á sviðinu
  Já! öll lið fá tíma til að renna yfir atriðið sitt, miðað er við 40 mínútur á hvert lið og þar er fókusinn fyrst og fremst á tæknimál. Það er að segja þeir aðilar sem eru í hlutverkum hljóðmanns, ljósamanns, og sviðsstjóra eru þarna að stilla sína strengi með fagfólkinu sem gegnir sömu hlutverkum. Það er því mikilvægt að allt annað sé klárt og vel æft, því þessi tími á sviði líður mjög hratt.
 • Fá liðin búningsaðstöðu?
  Já. Í Grunnskólanum í Þorlákshshöfn sem liggur alveg upp við íþróttahúsið þar sem keppnin fer fram verður hvert lið með eina kennslustofu sem það getur nýtt til þess að græja sig. Í skólanum eru líka stór svæði þar sem hægt er að æfa atriðið og hita sig upp.
 • Verður Skjálftinn sýndur á RÚV?
  RÚV eru samstarfsaðilar Skjálftans og er það mikið gleðiefni. RÚV tekur upp úrslitakvöldið og sýnir á sínum miðlum.
 • Hvernig fer Skjálftinn fram?
  Hver skóli fær 6 mínútur til þess að flytja sitt atriði. Þess á milli verða kynnar sem halda uppi fjörinu. Sérstök dómnefnd er ráðin skipuð fagfólki úr sviðlistum og velur atriði út frá sérstöku dómarablaði sem við fengum frá Skrekk, svo það eru sömu viðmið. Viðmiðin boru búin til af ungmennum úr skólum Reykjavíkurborgar. Á meðan dómnefndin er að ákveða hver verður sigurvegari kvöldsins, þá kemur fram tónlistarmaður/kona sem var valin af ungmennum í skólum Árnessýslu og flytur Skjálftalagið 2023 ásamt fleiri lögum.
 • Hvaða skólar mega taka þátt í Skjálftanum?
  Nú í þriðju keppni Skjálftans þá er öllum skólum í Árnessýlu boðin þátttaka. Það eru eftirfarandi skólar: - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - Grunnskólinn í Hveragerði - Bláskógaskóli á Laugarvatni - Bláskógaskóli í Reykholti - Kerhólsskóli - Flóaskóli - Flúðaskóli - Sunnulækjaskóli - Vallaskóli - Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri - Grunnskólinn á Hellu - Hvolsskóli á Hvolsvelli - Víkurskóli Vík í Mýrda - Kirkjubæjarskóli á Kirkjubæjarklaustri - Grunnskóli Hornafjarðar
bottom of page