top of page

Skrekkur

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar hefur verið þannig síðustu ár að allir grunnskólar Reykjavíkur keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsinu og keppin nær hámarki fjórða kvöldið þegar átta skólar keppa til úrslita. Frá árinu 2012 hefur dómnefnd valið að auki tvö atriði til viðbótar í úrslit að öllum undarúrslitakvöldunum loknum. 

Keppnin var fyrst haldin í Háskólabíói 1990 og færðist svo yfir í Laugardalshöll 1992 en frá árinu 2000 hefur hún verið haldin í Borgarleikhúsinu. Í upphafi var öllum grunnskólum með unglingadeild boðið þátttöka, þá voru engar undankeppnir og reglur afar takmarkaðar. Engar tímatakmarkanir voru á atriðum hvers skóla en það hefur þróast og nú er miðað við hvert atriði sé ekki lengra en 6 mínútur en engin lágmarks lengd er tilgetin.

Lýðræði er ein af lykilstoðum Skrekks og unglingarnir eiga alltaf að vera með í ráðum og vera vel upplýst.  Þetta er þeirra viðburður og stærri ákvarðanir ætti ekki að taka án þeirra aðkomu, þar sem því er við komið. Þannig er val á listamanni sem kemur fram ákveðið út frá því hvaða lag ungmennin velja sem Skrekkslag ársins og einnig er óskað eftir tillögum um baksviðspassa frá ungmennum í þátttökuskólum og fleira sem varðar Skrekk. 

Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar hjá Reykjavíkurborg, hefur haldið utan um Skrekk síðustu ár. 

​Heimasíða Skrekks 

Facebook síða Skrekks

Instagram síða Skrekks 

Sigurvegarar Skrekks frá upphafi

2020 Langholtsskóli

2019 Hlíðaskóli 
2018 Árbæjarskóli
2017 Árbæjarskóli
2016 Hagaskóli
2015 Hagaskóli
2014 Seljaskóli
2013 Langholtsskóli
2012 Austurbæjarskóli
2011 Háteigsskóli
2010 Seljaskóli
2009 Laugalækjaskóli
2008 Austurbæjarskóli
2007 Hlíðaskóli
2006 Langholtsskóli
2005 Austurbæjarskóli
2004 Laugalækjaskóli
2003 Laugalækjaskóli
2002 Hagaskóli
2001 Hagaskóli
2000 Hlíðaskóli
1999 Hagaskóli
1998 Hvassaleitisskóli
1997 Hagaskóli
1996 Hvassaleitisskóli
1995 Hagaskóli
1994 Vogaskóli
1993 Hagaskóli
1992 Breiðholtsskóli
1991 Árbæjarskóli
1990 Breiðholtsskóli

bottom of page