top of page
Search
Writer's pictureSkjálftinn

Einn mánuður í fyrsta Skjálftann!


Ekki óraði Skjálftanum fyrir því að covid væri ennþá að gera okkur brjáluð þegar það færi að vora. Hann taldi sér trú um að á þessum tíma væru Íslendingar bólusettir og búnir að kæfa þessa veiru í eitt skipti fyrir öll. En eins og þið vitið öll þá er ástandið ekki alveg svo gott og það hefur verið ákveðinn titringur í kringum Skjálftann sem er hálf ringlaður í þessu ástandi.


Hann spyr sig; Mega vera áhorfendur? Hversu margir? Ef það mega ekki vera áhorfendur mega þá liðin frá hverjum skóla hittast? Þetta eru spurningar sem hann hefur ekki svör við á þessum tímapunkti en það skýrist örugglega eitthvað á allra næstu dögum þegar Þórólfur og félagar kynna nýjustu tilslakanir. Þá er hægt að ákveða í hvaða átt á að stefna.

En eitt er víst, Skjálftinn lætur ekki bugast. Það er feiknar kraftur í honum, álíka mikill kraftur og í eldgosinu í Fagradalsfjalli, enda byggður upp af einstaklega jákvæðum skólastjórum, lausnamiðuðum verkefnastjóra og algjörlega frábærum unglingum sem eru öll á fullu að setja saman atriði. Svo er hann líka með svo góða samstarfsaðila, því RÚV verður á staðnum og ætlar að streyma keppninni á ungruv.is


Þetta verður geggjað sama hvernig fer!


Munið að Skjálftinn er á instagram og facebook, finnið hann þar og followið.


29 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page