top of page
Search
  • Writer's pictureSkjálftinn

Kynnar og dómnefnd, hver eru þau?



Í Skjálftanum sem fer fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn laugardagskvöldið 11. nóvember verða ekki aðeins frábær atriði frá ungmennum í sunnlenskum skólum, heldur einnig frábærir kynnar og dómnefnd skipuð hæfileikabúntum með tengingar á Suðurlandið sem öll hafa látið að sér kveða í sviðslistum.


Byrjum á dómnefndinni

Ástrós Guðjónsdóttir er dansari, danskennari og danshöfundur.


Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum listrænum verkefnum. Allt frá því að dansa í Latabæ yfir í að setja upp söngleikinn RENT með leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík.


Ástrós hefur einnig dansað með hljómsveitinni Hatara síðastliðin ár.

Með Hatara hefur hún ferðast víða um heim og dansað á tónleikum, en eftirminnilegast er þátttaka þeirra í Eurovision árið 2019. Hún er einn af eigendum Dansakademíunnar á Selfossi þar sem hún kennir börnum og ungmennum í dag.




Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er fædd árið 1991 og uppalin í Reykjavík.

Hún er menntuð leikkona frá Listaháskóla Íslands.


Þórdís er meðlimur hljómsveitarinnar Daughters of Reykjavík (Reykjavíkurdætur) bæði sem söngkona og rappari. Þórdís Hefur leikið aðalhlutverkið í fjölda söngleikja, þar má nefna, Chicago, Vorið vaknar, Benedikt Búálfur, Ávaxtakarfan o.fl.

Hún tók þátt í Söngkeppni framhaldskólanna og lenti í 2. sæti í Söngvakeppni sjónvarpsins með Reykjavíkurdætrum 2021.


Júlí Heiðar Halldórsson er fæddur árið 1991 er uppalinn í Þorlákshöfn. Júlí Heiðar er menntaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður til fjölda ára og m.a. tekið þátt og sigrað í Söngkeppni framhaldsskólanna og í tvígang hefur hann átt lag í úrslitakepnnin Söngvakeppni sjónvarpsins. Sem lagahöfundur og flytjandi hefur Júlí átt lög sem hafa setið ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðva landsins sem og á Spotify.



Kynnar kvöldsins eru


Matthías Davíð (Matti)

Yoooo eg heiti Matti, eg er helmingurinn af hljómsveitinni Væb.

Ég var einusinni leikari, hef unnið í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Gaflaraleikhúsinu. Ég er lika röddin fyrir Nemó í leitinni af Dóru!

Eg er stemmings maður og er ekkert eðlilega pepp i þessa Veizlu.



Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir (Sirrý)

Hæææ ég heiti Sirrý, ég hef verið að leika með leikfélaginu í Hveragerði og leikfélaginu í Ölfusi en núna vinn ég í borgarleikhúsinu en er líka mjög mikið í sirkus! En fyrst og fremst er ég ekkert eðlilega spennt að vera kynnir á Skjálftanum!

148 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page