top of page
Search
  • Writer's pictureSkjálftinn

Langholtsskóli sigraði Skrekk 2020


Atriði Langholtsskóla bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, með atriði sínu sem nefnist Boðorðin 10.


Atriðið Boðorðin 10 sem nemendur Langholtsskóla áttu veg og vanda að fjallaði um samfélagslegar reglur sem unglingum finnst þeir þurfa að fylgja. Í öðru sæti var Ingunnarskóli með atriðið Af hverju má ég ekki bara vera ég? og í þriðja sæti var Hagaskóli með atriði sem nefnist 5 stig missis.

Þeir átta skólar sem tóku þátt í úrslitunum eru Austurbæjarskóli, Hagaskóli, Hlíðaskóli, Ingunnarskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Seljaskóli og Sæmundarskóli. Öll átta atriðin eru frumsamin og flutt af unglingum í þessum skólum sem jafnframt sinna öllum helstu verkum við uppfærsluna, s.s. gerð sviðsmyndar, sminki, hárgreiðslu, lýsingu og hljóðvinnslu.


Rúmlega 200 unglingar taka þátt í úrslitakeppninni í Borgarleikhúsinu í kvöld. Skrekk hefur verið frestað þrisvar vegna veirunnar og voru færri áhorfendur en venjulega af sömu ástæðu. Alls tóku 18 grunnskólar með unglingadeild þátt í undanúrslitum Skrekks að þessu sinni eða rösklega 400 unglingar.

Siguratriði Langholtsskóla má sjá í frétt Rúv á þessari slóð.


Eftirfarandi myndir eru teknar úr áhorfandastúkunni á úrslitakvöldi Skrekks 2020 í Borgarleikhúsinu í mars 2021. Það eru fullt af frábærum myndum til viðbótar inn á facebook síðu Skrekks.



12 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page