top of page
Search
Writer's pictureSkjálftinn

Skjálfta þjálfarar læra af reynslumiklum Skrekks þjálfurum


Nú þegar Skjálftinn er að fara af stað í fyrsta sinn er það ómetanlegt að geta leitað í reynslu þeirra sem hafa unnið að Skrekk í gegnum tíðina. Í janúar bauðst öllum þeim sem þjálfa Skjálfta lið hvers skóla að taka þátt í námskeiði þar sem tveir reynslumiklir Skrekks þjálfarar miðluðu af sinni reynslu.

Það voru þau Ásgrímur Geir Logason og Kristín Ýr Sigurðardóttir sem sögðu frá sinni reynslu byggða á þeirri vinnu sem þau hafa unnið með liðum sem voru að taka þátt í Skrekk. Ásgrímur vann um árabil í Árbæjarskóla og Kristín hefur síðustu ár unnið með Breiðholtsskóla. Það var virkilega gagnlegt að fá þessa góðu innsýn og öll þau frábæru ráð sem þau deildu með þeim sem eru að leggja af stað í þessa vinnu í fyrsta sinn. Vegferðin frá því að hópurinn kemur saman, hugmynd fæðist sem svo er útfærð og æfð þar til hún er tilbúin fyrir stóra daginn getur verið allskonar með ýmsum áskorunum á leiðinni og Skjálfta þjálfarar fara án efa fullir af eldmóði inn í þá vinnu eftir þetta gagnlega námskeið frá þeim Ásgrími og Kristínu.

7 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page