VALLASKÓLI bar sigur úr býtum á Skjálftanum 2024!
Við óskum Vallaskóla hjartanlega til hamingju með verkið - Skref inn í myrkrið og með stóra sigurinn!
Annað sætið hlaut Reykholtsskóli fyrir verkið Góða nótt.
Í þriðja sæti var Sunnulækjarskóli með verkið Aðskilnaður.
Allir hóparnir geta verið stoltir af sínum flutningi enda var kvöldið stórkostlegt! Allir þátttakendur lögðu hug og hjarta í undirbúning og var afraksturinn stórglæsilegur og eiga krakkarnir hrós skilið, hver einn og einasti!
Án hæfileika ykkar væri Skjálftinn ekki mögulegur! Takk fyrir okkur!
Áfram Skjálftinn og áfram barnamenning!
Comments